Pages

Wednesday, January 4, 2012

Skrítinn dagur

Þessi dagur var nú ekkert spes. Var vakin á miðnætti eftir klukkutíma svefn í gærkveldi. Elín var andvaka og ákvað að það væri best að ég myndi vera það líka greinilega. Hún var alltaf að koma inn til mín og láta mig vita að hún væri ennþá vakandi hehehe, æðisleg nótt alveg hreint. Svo þegar vekjaraklukkan mín hringdi fyrir kl 6 í morgun þá hef ég bara slökkt á henni í einhverju móki, amk man ég ekki eftir því. Svo ég vaknaði bara með Elínu og fór beint í vinnuna. Uppúr hádegi finn ég svo að ég er að verða eitthvað skrítin (skrítnari en venjulega allavega). Átti bara erfitt með að halda augunum opnum og smá hausverkur að kikka inn og fleiri skemmtilegheit. Leið bara ekki vel einhvernveginn. Átti erfitt með að þrauka út vinnudaginn, var alltaf að hugsa um að hætta bara fyrr og vinna það upp seinna.....en þrjóskaðist samt í gegnum daginn, enda nóg af verkefnum. En eftir vinnu þá brunaði ég bara heim í staðinn fyrir á æfingu. Fór úr vinnufötunum, í náttsloppinn, lagðist í sófann með ofurmjúka teppið mitt og kveikti á skjá einum og lár þar í mestu makindum, þangað til að Elín kom heim af æfingu um kvöldmatarleytið. Vá hvað það var ljúft! Svo er bara snemma að sofa núna og þá ætti ég að vera búin að endurhlaða batteríin fyrir næstu daga :D

No comments: