Annað sem er mér ofarlega í minni er Þjóðhátíð. Fór með tveimur kunningja-vinkonum mínum (ef það er orð) og þetta var planað með litlum fyrirvara og allt voða óljóst. En þegar við stigum útúr Herjólfi var allt í einu komið plan. Við hittum awesome fólk sem við könnuðumst allar við úr sitthvorri áttinni, fengum gistingu með þeim og eyddum svo með þeim helginni og úr varð bara ein besta helgi sem ég hef upplifað. Orð fá því bara varla líst hvað þetta var gaman. Þetta verður klárlega endurtekið, engin spurning sko.
Hefði ekkert á móti svona formi... |
Árið 2012 verður árið mitt, það mun bæta upp fyrir öll leiðindin sem ég lenti í á síðasta ári. Fjárhagslega, félagslega, vinnulega og ferðalega séð. Ég ætla að fara til Danmerkur að keppa og ég ætla líka í eina sólarlandaferð. Þetta er allt óplanað, en eitt er víst, þetta MUN gerast! Ég ætla að klára að borga upp allar skuldirnar mínar (er meira en hálfnuð síðan ég byrjaði í nýju vinnunni), ég ætla að vera duglegri að hringja í vinkonur mínar og fara í heimsóknir (og vona að þær geri slíkt hið sama.....), ég ætla að komast í besta form lífs míns, ég ætla að skrá mig sem líffæragjafa og stofnfrumugjafa, ég ætla að skrifa jólakort oooog ég ætla að vera duglegri að elda kvöldmat handa dóttur minni hehehhe. Og já, ég ætla á þjóðhátíð. Þegar árið er á enda þá ætla ég að geta merkt "done" við öll þessi atriði, annars skal ég hundur heita!!
No comments:
Post a Comment