Pages

Monday, December 26, 2011

Markmið 2012

Ég er búin að vera svo óróleg inní mér eitthvað uppá síðkastið af því að ég hef ekki haft neitt ákveðið markmið. Svo margt sem mig langar að gera og erfitt að velja á milli. En núna er ég búin að velja..... Þetta er svo langt út fyrir þægindarammann, alveg nýtt og mikið stærra en allt sem ég hef lagt mér fyrir hendur áður. Ég er bara búin að vera í svo miklum keppnisgír eitthvað síðan í nóvember. Búin að vera að æfa eins og skepna, borða vel og reglulega, verið dugleg í vinnunni, skipulagt mig fyrir hvern dag hvað ég ætla að borða og æfa, búin að vera að taka mælingar og myndir reglulega og allt í þá áttina. Bara einhvernveginn búin að líða mjög vel- en á sama tíma langa í eitthvað stórt og mikið markmið!! Ég hef ekki fundið fyrir þessu svona mikið áður, mig langar til að keppa og mig langar til að VINNA!! Það er nýtt fyrir mér. Ég hef alltaf keppt bara að gamni mínu, svona eiginlega bara til að vera með í einhverju. En núna er það ekki tilfinningin. Ég vill ekki bara vera með, ég vill bera af, ég vill vinna.

Ég ætlaði að halda þessu leyndu, bara fyrir mig og þá nánustu, en ég bara get það eiginlega ekki. Ég ætla að koma bloggsíðunni minni aftur í gang þar sem ég mun skrifa um það sem á daga mina drífur í undirbúningnum.... mér hefur alltaf fundist gaman að skrifa um allt og ekkert, svo þetta verður bara soldið svoleiðis. Það sem mér dettur í hug hverju sinni. Vona að sem flestir munu fylgjast með og ekki vera feimin við að segja ykkar skoðun eða henda í mig nokkrum hvatningarorðum endrum og eins ;)

Hátíðarkveðjur frá gellunni sem situr núna og skipuleggur vikuna, eldar eggjahvítur og kjúlla eins og vindurinn og ætlar snemma í bólið til að fara í brennslu kl 6 í fyrramálið :D

Já og kannski ég skelli markmiðinu líka hérna inn - ef einhverjir skyldu vera forvitnir ;) 

No comments: