Pages

Tuesday, September 13, 2011

Sun touch

Ég er svona týpa sem kýs frekar að ganga í þægilegum fötum, heldur en að velta mér uppúr því hvaða merki fötin eru. Þar af leiðandi versla ég mestmegnis af mínum fötum í Vero Moda, H&M, Vila, Jane Norman og nýjasta uppáhaldsbúðin mín er svo 3smárar. Ég geng mjög sjaldan í gallabuxum, þar sem þær eru langoftast stífar og mjög erfitt að finna snið sem hentar líkamsvextinum manns þegar maður er lágvaxin, með breiðar mjaðmir og stóran rass hehe. En ég á einar gallabuxur sem ég keypti í Vero Moda fyrir örugglega 5 árum síðan sem ég alveg elska. Þær eru úr teygjanlegu efni og gefa vel eftir og eru þar af leiðandi ekkert óþægilegar. Og svo passa þær líka alveg ógeðslega vel við nýju skónna mína!!
Ég kann ekki að snúa myndinni......
Ég prófaði svo nýtt brúnkukrem í gær, eða þetta er meira svona brúnkugel eiginlega, alveg glært á litinn. Ég fór í sturtu og skrúbbaði mig alla og setti svo á mig rakagefandi body lotion áður en ég bar það á mig og ég er alltaf í einnota hönskum þegar ég er að bera á mig brúnku. Trikkið til að verða ekki flekkótt er eiginlega bara að nudda og nudda gelinu inní húðina. Maður sér ekkert almennilega hvar maður er að bera á sig þar sem gelið er glært svo það er langt best að hafa eitthvað system á þessu. Ég byrja alltaf efst og vinn mig niður. Svo naglalakka ég oft á mér neglurnar á meðan gelið er að þorna og fæ mér nokkra sopa af rauðvíni ;) Þegar mér finnst mestmegnis vera þornað þá fer ég yfirleitt bara í einhvern stóran og þægilegan náttkjól og beint uppí rúm að lúlla, þá vakna ég rosa brún og fín daginn eftir. Þá er best að fara í sturtu og bera svo aftur á sig rakagefandi body lotion eftirá, svo brúnkan endist lengur.

No comments: