Vá hvað ég er alveg að leka niður núna. Svaf í heila þrjá tíma í nótt eða svo....enda kom ég líka við á leiðinni í vinnunna og splæsti í tvö stykki Burn. Ég þurfti að mæta kl 8 í morgun á kynningarfund í skólanum hjá Elínu minni. Hún var að byrja í 5. bekk og það var verið að fara yfir með foreldrunum hvað börnin munu koma til með að læra í skólanum í vetur. Það er alveg merkilegt með svona samkomur að fólk þarf alltaf að vera að kvarta og kveina yfir öllu. Margir foreldrarnir kvörtuðu á þessum fundi yfir því hvað börnin væru að fá mikinn heimalærdóm. Jú börnin þurfa að læra meira heima núna heldur en þau þurftu síðasta vetur....en á maður samt ekki bara að treysta kennurunum og skólakerfinu fyrir því að þau viti hvað þau eru að gera? Mér finnst það eiginlega bara vera vanvirðing við þeirra menntun og vinnu að vera eitthvað að setja út á það. Maður verður bara að skipuleggja betur heimavinnuna hjá krökkunum í vetur og svona.
Úr einu í annað. Ég er alveg að verða geðveik á símanum mínum. Rafhlaðan dugir ekki nema í 12 tíma. Ég sem sagt fullhlóð símann minn í gærkveldi og tók hann úr hleðslu svona um 22 leytið. Svo notaði ég hann ekkert nema til að stilla vekjaraklukku sem hringdi svo í morgun, ég snúsaði þrisvar og er svo búin að senda kannski 3 sms og fá jafn mörg til baka og síminn er núna farinn að bíbba á mig um að setja sig í hleðslu!!! Er þetta bara alveg eðlilegt? Ég er sem sagt með LG optimus one síma og hef heyrt í kringum mig að þetta sé algengt vandamál meðal þeirra....en fyrr má nú aldeilis vera. Ég hélt að 24 tímar væri nú allavega lágmark. Ég þarf að fara að splæsa í 5 stykki hleðslutæki svo ég sé bara með þau útum allt. Alveg glatað að eiga svona flottan síma en geta aldrei notað hann því hann er bara rafmagnslaus :(
No comments:
Post a Comment