Dæs. Ætlaði aldrei að koma mér í það að setja nýja færslu hérna inn. En allavega....hérna kemur hún.
Eins og flestir hafa tekið eftir þá er ég komin heim úr ferðalaginu góða. Mexico var alveg meiriháttar í alla staði. Það var ýmislegt bardúsað á þessum tveimur vikum sem ég dvaldi þar í landi og má þar meðal annars nefna: baðaði mig í sólinni og sundlaugunum, fór á ströndina og vaðaði í sjónum, drakk nokkra kokteila og þá aðallega Gin Fizz sem er nýji bestasti kokteillinn minn, keyrði á fjórhjóli í gegnum frumskóg, fór á sjókött og gaf vel í, snorklaði með fiskunum, spilaði tennis, tók nokkra tíma í salsa kennslu og margt margt fleira. Nenni ekki að fara út í nánari lýsingu á ferðinni hérna. Er búin að setja nokkrar myndir bæði frá Mexico og New York inná Facebook síðuna mína og ætla að láta það duga í bili. Tók samtals einhverjar 500 myndir þannig að ég bara hreinlega nenni ekki að eyða tíma í að sortera úr þeim til að setja inná myndasíðuna mína eins og er. En ég geri það einhverntíma. Lofa.
Á laugardaginn er svo útskriftin mín uppá Bifröst. Að henni lokinni verður svo haldin veisla hérna heima hjá mér fyrir fjölskylduna og um kvöldið verður partý. Ætla svoleiðis að fagna því að vera búin með þennan áfanga. En já, ég sem sagt fékk alveg ágætis einkunn fyrir ritgerðina mína og er því óformlega orðin viðskiptafræðingur í dag. Verð það svo formlega á laugardaginn. Er að spá í að titla mig þannig í símaskránni......
Á mánudaginn byrja ég svo í einkaþjálfaranáminu. Er orðin alveg rosalega spennt fyrir því. Fyrirlestrarnir eru í Reykjanesbæ á mánudögum og miðvikudögum frá 16-20 og svo eina helgi í mánuði eru verklegar vinnuhelgar. Það er skyldumæting á vinnuhelgarnar en fyrirlestrarnir eru optional. En ég ætla samt að reyna að mæta á þá amk þangað til ég er farin að vinna. Er alveg komin með ógeð á að sækja um vinnur. Búin að sækja um sirka 20-30 vinnur og ekki fengið nein svör nema neikvæð. Alveg ömurlegt. Ekki að gera sig fyrir egóið sko. En sem betur fer þá fæ ég námslán fyrir einkaþjálfaranámið, þannig að ég get bjargað mér á þeim þangað til ég fæ vinnu. Vonast samt til að fá vinnu sem fyrst svo ég geti hætt á þessum Bvítans námslánum. Held ég sé komin með það háa upphæð að ég á aldrei eftir að geta borgað hana upp áður en ég dey......
No comments:
Post a Comment