Pages

Sunday, October 21, 2007

Kuldi

Það er orðið ótrúlega kalt hérna í Prag, sérstaklega á morgnanna og seint á kvöldin. Núna er til dæmis rétt um 5 stiga hiti og maður er farinn að klæða sig í úlpu og vettlinga til þess að fara út fyrir hússins dyr. Á næstu dögum ætla ég að versla mér eitt stykki flotta vetrarkápu. Ef það er svona kalt í október......hvernig verður þetta þá í nóvember, já eða desember. 5 stiga hiti hér virðist nefnilega vera svo miklu kaldari heldur en 5 stiga hiti heima......án gríns. Mér var svo kalt í nótt þegar ég kom heim af djamminu að ég lagðist upp í rúm með sæng + teppi og var klædd í sokka, buxur, náttkjól og peysu. Held að aðal ástæaðn fyrir því að mér er svona kalt hér sé sú að í Prag eru sængurnar alveg fáránlegar. Þetta eru ekkert svona flöffí þykkar sængur eins og við erum vön heima á hinu ofverndaða Íslandi......nei,nei....þetta eru bara svona eins og þykk teppi. En svo er koddinn aftur á móti jafn stór og sirka tveir koddar heima. Furðuleg samsetning alveg.

Í gærkveldi héldum við uppá afmælið hennar Tainu. Taina er frá Finnlandi og varð hvorki meira né minna en 21. árs gömul. Þarf varla að nefna það að ég er að sjálfsögðu aldursforsetinn af okkur skiptinemunum í mínum skóla. En hvað um það, við splæstum öll saman í gjöf handa stúlkunni og gáfum henni salatskál og salatskeiðar sem hún hafði einhverntíma bent á í glugga og sagst langa í, slatta af kinder súkkulaði sem er hennar uppáhald og svo lítinn kodda með mynd af einhverri moldvörpu sem er uppáhalds teiknimyndapersónan hennar (þessir krakkar). Hún var að sjálfsögðu rosalega ánægð með gjöfina. Sátum hérna á heimavistinni í smá stund að djúsa og fórum svo niðrí bæ á skemmtistaðinn Aloha sem spilar 80´s og 90´s tónlist á laugardags kvöldum. Skemmtum okkur rosalega vel og fórum heim um hálf 4 leytið. Hvort sem þið trúið því eður ei þá var ég eina manneskjan sem vildi vera lengur. Jahá. Það var góð tónlist og góðir kokteilar á skít og priki.......en allir hinir voru bara of fátækir, of þreyttir, of trúaðir eða of svangir til þess að geta djammað meir. Vonandi gengur betur næst.........

Á morgun er Steinunn svo að fara að koma til mín. Byrjum á því að fara að djamma annað kvöld með vinum hennar frá Finnlandi sem verða einnig staddir hérna í Prag. Gaman að því. Svo ætlum við að dunda okkur eitthvað saman hérna í vikunni og á föstudaginn ætlum við svo að skella okkur í helgarferð til Vínar. Spennandi. Hlakka ekkert smá mikið til að fá hana hingað í heimsókn til mín. Jibbí.

4 comments:

Anonymous said...

Ég var svo að vona að það myndi haldas hlítt aðeins leingur :) en þá verður maður bara að versla meira af fötum ;)

Steinunn said...

Jeiiii núna eru bara nokkrir klukkutímar í að ég leggi af stað til þín..ætla að skreppa út og byrgja mig upp af lesefni, þetta er svo mikil langferð hehe !! Hlakka til að sjá þig eftir smá, er með harðfiskinn handa þér og meira að segja með vegabréfið í töskunni :D

Rósa Soffía said...

Uff hvad tetta er spennandi steinunn. Er i skolanum nuna ad bua til myndband af sjalfri mer tala um island.....aaaarrrrggg.....i hate cameras.....en allavega...sjaumst ofur hressar i kvold a lestarstodinni....bae

Anonymous said...

Farið ykkur ekki að voða á tjúttinu stelpur :-)