Pages

Tuesday, December 27, 2011

You are what you eat!

Ég elska hvað fólk þarf alltaf að vera að skipta sér mikið af því hvað maður er að borða. Ég eldaði mér eggjahvítur og kjúlla í gærkveldi og var að borða það í hádeginu hérna í vinnunni. Var spurð hvort ég ætlaði að borða "bara" þetta, hvað þetta væri eiginlega sem ég væri að borða og hvort það væri nú eitthvað hollt að borða svona. Ekki er ég að velta mér uppúr mat annarra, hvað þá að setja út á það. Fólk borðar bara það sem það vill, það er ekki mitt að skipta mér að því. Það sat kona við hliðiná mér í vinnunni um daginn að borða KFC. Ekki var ég að spurja hana hvort það væri nú eitthvað sniðugt eða hvort hún ætlaði virkilega að borða allt þetta. Það er bara ekki viðeigandi....einfalt mál. En maður þarf klárlega að venjast svona kommentum, því let´s face it, fólk er ekkert að fara að hætta að velta sér uppúr þessu, kannski ég fari bara að finna uppá einhverjum flottum "comeback-um" til að hneyksla alla uppúr skónnum. Það gæti nú bara orðið soldið gaman, og kannski yrði til þess að fólk myndi hætta að þora að spyrja mig hehehe.

Annars var ég að birgja mig upp af fæðubótaefnum frá Fæðubótabúllunni fyrir komandi törn. Keypti BCAA, glútamín, pre-workout formúlu og meltingatrefjar. Búin að vera að fá svo hrikalega miklar harðsperrur uppá síðkastið, er til dæmis stundum alveg í 5-6 daga að jafna mig eftir góða fótaæfingu, svo það verður gott að byrja á glútamíninu aftur. Það hjálpar alveg til þar.

Ég mætti á brennsluæfingu kl 6:45 í morgun í World Class Kringlunni, og þegar ég mæti þá segir afgreiðsludaman við mig: Velkomin í tóma stöð! Jebb, ég var ein í allri stöðinni. Það komu svo á meðan ég var að brenna svona 3 manneskjur. Greinilega allir í jólafríi og nenna ekki að vakna....

1 comment:

Anonymous said...

you are what u eat hmmm ... then i want some of that sexy beast your haveing ;o ;'D