Pages

Friday, December 14, 2007

101

Ég hata kellinguna sem vinnur á pósthúsinu hérna í hverfinu mínu!!! Helvítis beyglan kann ekki stakt orð í ensku, og í staðinn fyrir að kalla á einhvern sem mögulega gæti gert sig skiljanlegan við mig þá var hún ógeðslega dónaleg við mig. Ég var að senda jólagjafirnar heim til Íslands og þurfti að fylla út eitthvað eyðublað. Sem var allt á tékknesku og frönsku, sem er náttúrúlega ekkert nema heimskulegt. Ég fyllti út það sem ég gat og svo benti konan á einn reit og sagði að ég ætti að skrifa í hann líka. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri sem ég ætti að skrifa þar.....og hún varð alveg brjáluð. Leit á mig eins og hana langaði ekkert frekar en til að drepa mig og reif svo blaðið úr höndunum á mér og öskraði bara anglitsky, anglitsky (sem þýðir enska) eins og það ætti að fá mig til að skilja eitthvað frekar. Ég bað manninn fyrir aftan mig í röðinni að hjálpa mér og hann gerði það að sjálfsögðu og þá varð þetta ekkert mál. Þoli ekki svona fólk. Auðvitað er það pirrandi að búa í borg sem er að fyllast af útlendingum sem kunna ekki stakt orð í tungumálinu......Eeen ég skildi nánast allt sem hún sagði við mig, fyrir utan þetta eina, á meðan hún skyldi ekki STAKT orð í ensku. Ef einhver hefði átt að vera dónalegur við einhvern, þá hefði ég sko átt að vera dónaleg við hana, fyrir að vera heimskasta manneskja í heimi. Heheh en jæja, nóg af þessari skemmtilega sögu um ferð mína á pósthúsið.

Á morgun er komið HEILT ár síðan ég hætti að reykja. Ætla að halda uppá það með því að fara að versla og svo í smá spa treatment. Verður bara næs. Þegar ég ákvað að hætta að reykja tók ég líka þá ákvörðun að verða ekki ein af þessum pirrandi fyrrverandi reykingar-manneskjum sem kvarta endalaust undan reykingum annarra. Sem betur fer þá varði sú ákvörðun ekki lengi. Málið er nefnilega það að þegar maður hættir að reykja, þá fyrst sér maður hvað þetta er virkilega ÓGEÐSLEGT. Þegar ég stend við hliðiná manneskju sem er nýbúin að reykja þá liggur við að ég gubbi og eina sem ég get hugsað um er: "Oj barasta, ég trúi ekki að ég hafi eytt 10 árum af ævi minni í að lykta svona hræðilega illa". Ég hika ekki við að kvarta undan reyknum og að ég vilji alls ekki fá þessa vibba lykt í fötin mín og svo framvegis og ég skammast mín bara ekkert fyrir það!!! Ég sé það núna svooo vel hvað allt reykingarfólk er í mikilli afneitun og fæ ég jafnvel setningar á borð við: "Þér er bara nær að hafa hætta að reykja" í hausinn á mér ef ég kvarta upphátt. Var mér nær að hætta að reykja???? Einhvernveginn myndi ég ætla að það væri gott hjá mér að hætta að eitra fyrir líkama mínum og brenna upp alla peningana mína. En kannski er það bara misskilningur hjá mér? Kannski ætti ég bara að byrja að reykja aftur og láta hugsanir á borð við: "Á ég nóg af sígarettum fyrir kvöldið?", "Hvenær fæ ég að reykja næst?" og "Ætli það megi reykja þar? " ráða yfir mér aftur. Ég er mjög stolt af sjálfri mér fyrir að hafa hætt að reykja og þætti mjög vænt um að allir vinir mínir gætu verið það líka. Ennþá vænna þætti mér að þeir myndu vinsamlegast ekki reykja nálægt mér né fötunum mínum í framtíðinni. That´s all I´m asking for.

Er að hlusta á Fm 957 núna til að fá smjörþefinn af ekta íslenskri jólatónlist. Langar svo til að heyra þessi sígildu lög eins og "Ég hlakka svo til" með Svölu Björgvins og fleiri álíka. Því miður er ekkert skemmtilegt jólalag komið ennþá. Heyrði reyndar lag með Nylon um Britney Spears. Að þvílíkur horbjóður skuli fá leyfi til að kallast tónlist er eitthvað sem ég mun aldrei skilja.
En jæja, ætla að fara að skemmta mér.

Bless bless

2 comments:

Anonymous said...

hehe er Rósa bara í góðu skapi þessa dagana :) en ég skal samt gera mitt besta til að vera ekki með vonda ligt í kringum þig :)

Steinunn said...

Jæja elskan, er einhver pirringur í gangi ? :) En allavega þá er ég ógeðslega stolt af þér fyrir að hætta að reykja og lofa að reykja aldrei í kringum þig hehe =) Sjáumst svo eftir alveg skuggalega stuttan tíma í óveðrinu á klakanum ..