Pages

Tuesday, December 22, 2015

You do you boo!

Ég skrifaði þennan status í dag á facebook síðuna mína og fékk rosalega góð viðbrögð við honum:

Einu sinni tók ég það alltaf smá nærri mér þegar fólk gerði grín af mér fyrir að taka selfies í ræktinni eða fyrir að vera að blogga eða fyrir að vilja keppa í fitness...en svo er ég búin að komast að því (með aldrinum) að það er alveg sama hvað maður gerir, það eru alltaf einhverjir sem gera grín af því. Og mér er bara alveg sama! Mér finnst það segja meira um fólkið sem gerir grín eða skýtur inn óviðeigandi og móðgandi kommentum, heldur en það segir um mig! engin er verri þó hann taki selfie hahah„

Ástæðan fyrir þessum status var þó ekkert diss sem ég hef fengið nýlega, ég fékk bara allt í einu löngun til að tala um þetta. En ég fæ samt af og til einhver leiðindakomment um þessa hluti. Meira að segja frá fólki sem stendur nálægt mér. Það fannst mér alltaf mest leiðinlegt og tók vel og lengi mjög nærri mér og fór að blokka ákveðna aðila við statusa og myndir sem ég setti á facebook því ég var að forðast að fá þessi leiðindakomment. Svo einn daginn ákvað ég að hætta þessu. Ég ætla ekki að eyða mínum tíma í að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst um mig. Mér líkar bara alveg ágætlega vel við sjálfa mig og veit að ég er alltaf að reyna mitt besta í að gera það sem ég geri vel. Ef einhver hefur löngun til að dissa það sem ég er að gera eða segja, þá er það alfarið þeirra mál, ekki mitt. Ég get ekki breytt hugsunum annarra, en ég get breytt mínum.

 
 

 Ég er á mjög góðum stað í lífinu núna; andlega, líkamlega og fjárhagslega, og ekki er það vegna þess að ég gerði ekki neitt. Það er vegna þess að ég gerði mig sýnilega og reyni að grípa öll tækifæri sem ég fæ til að geta bætt mig. Ég er að blogga, ég er með 2 like síður á facebook (aðra fyrir þjálfunina og aðra fyrir bloggið), ég er með opinn snapchat aðgang og ég er með opið instagram - og ég er alveg frekar virk á þessum miðlum. Sem þjálfara, þá hefur þetta allt saman hjálpað mér gífurlega mikið að koma mér á framfæri. Ég hef þurft að vísa fólki frá, þar sem ég var orðin fullbókuð í þjálfun. Þetta myndi ekki gerast ef ég væri að hugsa um hvað „Gunna“ finndist um að ég væri að setja inn þessa mynd af mér á instagram eða tala um þetta á snapchat eða whatever. Ég tala um allt sem mig langar til og sýni það sem mig langar. Þeir sem eru að fylgjast með mér vita vel að ég er aldrei óviðeigandi eða með sýndarmennsku eða neitt þannig, ég er bara ég og það er sko ekkert til að skammast mín fyrir!!!
 
 
Ég hef séð færslur hjá öðrum bloggurum þar sem þeir skrifa um þetta nákvæmlega sama, að fólk sé að gera grín af þeim fyrir bloggið og gera lítið úr því. Margir sjá sig knúnan til að setja fram ástæður af hverju þeir eru að blogga og svo framvegis! En hverjum er ekki sama? Af hverju má „Jóna“ ekki blogga ef hún vill það? Þó svo að hún hafi jafnvel ekkert merkilegt að segja! Það er öllum frjálst að blogga um hvað svo sem þeir vilja og það er ekki okkar að dæma! Þeir lesa sem vilja og aðrir geta bara lesið eitthvað annað. Ég hef aldrei skilið þessa þörf fyrir að þurfa að setja út á það sem aðrir vilja gera.

En munum bara að það er okkar eigið álit á okkur sjálfum sem skiptir máli. Ef við hugsum vel til okkar og erum okkar besti vinur, þá skiptir álit annarra ekki máli!
 
 
 
xx
Rósa

No comments: