Pages

Tuesday, March 4, 2008

Veikindi

Ég er búin að vera einstaklega heppin síðustu daga. Einhvernveginn tókst mér að slá út mitt eigið met í veikindum, og örugglega margra annarra, því mér tókst að næla mér í tvær pestir á tveimur dögum. Og geri aðrir betur. Ég sem verð eiginlega aldrei veik, kannski tvisvar á ári eða eitthvað. Vona að ég sé þá bara búin að taka út skammtinn fyrir þetta ár sko.

En ég vaknaði sem sé á sunnudaginn með þessa líka svakalegu hálsbólgu, kvef og hita. Ekki nógu gott, þar sem dóttirin var hjá mér og ég gat lítið sem ekkert gert með henni. Ég lá bara uppí rúmi og vorkenndi sjálfri mér, á meðan Elín Mist lék við vinkonu sína hérna frammi í tölvunni. Þó svo að ég gæti ekkert sinnt þeim þá vildu þær samt vera hérna. Elín kom annað slagið inn til að knúsa mig og svona, þannig að ég var ánægð með það. Ef þær hefðu verið heima hjá vinkonu hennar hefði ég ekki fengið nein knús.....þar sem ég á engan kærasta til að hjúkra mér. Ég fer svo bara að sofa alveg rosalega veik á sunnudagskvöldinu, en hálsbólgan að mestu farin, bara smá kvef og hiti.

En þegar ég vakna svo á mánudeginum er ég tiltölulega hress. Ákvað að mæta í verkefnatíma kl 13 og eftir hann hitti ég verkefnahópinn minn til þess að undirbúa eitt stórt verkefni sem við eigum að skila á næstu dögum. Þegar ég er að labba heim um hálf 4 þá er mér farið að líða eitthvað skringilega. Ég hélt að sjálfsögðu að ég væri bara með hita og hefði ofreynt mig með því að fara svona út. En nei, nei, fljótlega eftir að ég kem heim kom í ljós að ég var bara komin með aðra pest, og það enga aðra en sjálfa gubbupestina. Sem er að sjálfsögðu uppáhaldspestin mín. Að sjálfsögðu. Ég lá upp í rúmi frá kl 4 í gærdag til kl 8 í morgun, á milli samverustunda minna við klósettið. Það var alveg rosalega gaman. Sérstaklega þar sem ég var að fara í lögfræðipróf kl 11 í morgun, sem ég hafði ekki náð að læra neitt undir. En ég var samt bara mjög hress þegar ég vaknaði þannig að ég nýtti þessa 3 klukkutíma sem ég hafði fram að prófinu til að læra aðeins. Mætti svo í prófið og gekk furðu vel miðað við aðstæður. Allavega held ég það. Kemur í ljós þegar við fáum endurgjöf.

Svo fór ég í ræktina áðan. Ætlaði nú bara að vera róleg og labba aðeins á brettinu og svona. Ekki keyra mig út eftir öll þessi veikindi. En svo var spinning tími og ég stóðst ekki mátið, því það er svo ótrúlega skemmtilegt í spinning. Verð bara að vona að ég fái það ekki í hausinn á mér, með því að fá þriðju pestina á morgun eða eitthvað álíka.

En já, það kom kona í ræktina á meðan á tímanum stóð, í hvítum gegnsæjum þröngum bol, og hún var hvorkí í topp né brjóstarhaldara innanundir. Áts......

1 comment:

Anonymous said...

Það er sko ekki gaman að fá allar þessar pestir :( og þær vilja oft koma allar á sama tíma :(
En vissi konan ekki að það sægist allt í gegn? Ekki gaman þá að líta í spegil og sjá hvað allir hafi verið að sjá.
Kveðja Magga